Ungt Austurland er félagasamtök einstaklinga á aldrinum 18-40 ára.
Tilgangur félagsins er að gera Austurland að vænlegum búsetukosti fyrir ungt fólk, að styrkja tengslanet ungs fólks á Austurlandi, auðga umræðu um byggðaþróun á Austurlandi og vera öflugur málsvari ungs fólks á Austurlandi.