Samþykktir

Samþykktir – Ungt Austurland

1.gr.

Félagið heitir Ungt Austurland, heimili þess og varnarþing er á Borgarfirði eystra. Starfssvæði félagsins er Austurland, frá Vopnafirði að Djúpavogi.

 1. gr.

Tilgangur félagsins er að gera Austurland að vænlegum búsetukosti fyrir ungt fólk. Markmið félagsins eru:

 1. a) Að styrkja tengslanet ungs fólks á Austurlandi.
 2. b) Auðga umræðu um byggðaþróun á Austurlandi.
 3. c) Vera öflugur málsvari ungs fólks á Austurlandi.
 1. gr.

Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að:

 1. a) Standa fyrir ráðstefnum og samkomum fyrir félaga.
 2. b) Vera vettvangur umræðu um framtíð Austurlands.
 3. c) Styðja ungt fólk á Austurlandi til áhrifa.
 4. d) Sinna öðru sem samrýmist markmiðum félagsins.
 1. gr.

Félagið er frjáls félagasamtök einstaklinga á aldrinum 18 - 40 ára. Allir á aldursbilinu geta gerst félagar og fellur aðild að félaginu úr gildi á 40 ára afmælisdegi félagsmans.

 1. gr.

Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs. 

 1. gr.

Félagsmenn sem skráðir eru í félagið viku fyrir aðalfund hafa atkvæðisrétt á aðalfundi, aðrir hafa málfrelsi og tillögurétt. Einfaldur meirihluti greiddra atkvæða ræður úrslitum mála.

 

 1. gr.

Aðalfund skal halda á tímabilinu 15. mars – 30. apríl ár hvert og skal boða til hans með minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti ss. með auglýsingu á samfélagsmiðli eða í útbreiddum miðli á starfssvæði félagsins. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
 2. Skýrsla stjórnar lögð fram
 3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
 4. Lagabreytingar
 5. Ákvörðun félagsgjalds
 6. Kosning stjórnar og varastjórnar
 7. Önnur mál

8.gr.

Stjórn félagsins skipa 7 aðalmenn, formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari, almannatengill og tveir meðstjórnendur. Skal hún kosin á aðalfundi til eins árs í senn þannig að kosnir séu 7 aðalmenn en stjórnin skiptir með sér embættum á fyrsta stjórnarfundi sem haldinn er eftir aðalfund félagins. Á aðalfundi skulu einnig kosnir 7 varamenn í stjórn.

Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar til funda, stjórn skal funda reglulega. 

Kjörgengir til stjórnar eru félagsmenn með atkvæðisrétt á aðalfundi.

 1. gr.

Ákvörðun um félagsgjald komandi starfsárs skal tekin á aðalfundi, félagsgjöld skulu innheimt árlega. Heimilt er að ákveða 0 krónu félagsgjald.

 1. gr.

Rekstrarafgangi af starfsemi félagsins skal varið í samræmi við tilgang félagsins.

 1. gr.

Ákvörðun um slit félagsins má aðeins taka á aðalfundi með samþykki  2/3 hluta greiddra atkvæða, enda hafi komið fram í fundarboði að tillaga um að leggja félagið niður verði til afgreiðslu á fundinum. Renna þá eignir félagsins til samfélagsmála sem efla ungt fólk á Austurlandi.

 1. gr.

Þar sem ákvæði samþykkta þessara segja ekki til um hvernig með skuli farið skal hlíta ákvæðum laga um frjáls félagasamtök, svo og öðrum lagaákvæðum er við geta átt.

Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi Ungs Austurlands

Dagsetning: 07. 12. 2016

(Breytingar gerðar á aðalfundi: 20. 04. 2019)

Að heiman og heim

Upplýsingar

Hafa samband

Dagskrá

.uk-navbar-center, .uk-navbar-right{ display: none !important; } .tm-page{ background-image: none; } body { background-image: url(http://ungaust.is/images/adheimaogheim/Bakgrunnur_web.jpg); background-size:cover; } html{ background-color: #efefef; } } Upplýsingar Félagið Ungt Austurland stendur fyrir náms- og atvinnulífssýningunni Að heiman og heim kl. 11:00-17:00 þann 1.september 2018 á Egilsstöðum. Aðal styrktaraðili sýningarinnar er Samband sveitarfélaga á Austurlandi og er verkefnið er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Austurlands. Markmið sýningarinnar er að kynna fyrir ungu fólki, sem er að hefja eða ljúka námi, fjölbreytt og spennandi framtíðartækifæri á Austurlandi. Meðfram sýningunni verða fyrirlestrar um tengd málefni. Ef þú ert ekki viss hvað þú ætlar að verða þegar þú verður stór þá er sýningin eitthvað fyrir þig. Þar getur þú kynnt þér starfs og framatækifæri á Austurlandi, námstækifæri innan sem utan fjórðungs og fengið ráðleggingar um hvernig er best að ná starfstengdum markmiðum sínum. Þá er sýningin frábært tækifæri fyrir fyrirtæki og stofnanir til að kynna fjölbreytta starfsemi fyrir mannauði framtíðarinnar. Endilega vertu með! Nánari upplýsingar veita Bára Dögg í síma 8657080 eða Ásta Hlín í síma 8466218. Loka jQuery('a:contains("Upplýsingar")').attr("uk-toggle", "");

Lesa meira

Félagið

Ungt Austurland er félagasamtök einstaklinga á aldrinum 18-40 ára.
Tilgangur félagsins er að gera Austurland að vænlegum búsetukosti fyrir ungt fólk, að styrkja tengslanet ungs fólks á Austurlandi, auðga umræðu um byggðaþróun á Austurlandi og vera öflugur málsvari ungs fólks á Austurlandi.

Samþykktir félagsins

Lesa meira

Forsíða

UngAust
Málsvari ungs fólks á austurlandi

Næstu viðburðir

Net-Aðalfundur 4. febrúar

Nánar síðar

#ungaust

 • UngAust

 • UngAust

 • UngAust

 • UngAust

 • UngAust

 • UngAust

 • UngAust

 • UngAust

Fleiri myndir

Lesa meira

Stjórn

Stjórn Ungs Austurlands

Guðný Helga Grímsdóttir

Formaður

Guðný Helga er sveinn í húsgagnasmíði og með B.A.-gráðu í uppeldis og menntunarfræðum. Hún starfar sem kennari í Grunnskóla Reyðarfjarðar þar sem hún býr en upphaflega er hún úr Vesturbæ Reykjavíkur. Helstu áhugarmál eru smíðar, gæludýrin hennar, körfubolti, gott grín og náttúran.


Helgi Týr Tumason

Varaformaður

Helgi Týr starfar hjá Alcoa á Reyðarfirði, er uppalinn á Djúpavogi en býr á Egilsstöðum. Hann hefur mikinn áhuga á íþróttum og tónlist, og reynir að stunda bæði eins mikið og hann getur.

Bára Dögg Þórhallsdóttir

Ritari

Bára er frá Egilstöðum þar sem hún býr og starfar hjá Kaskó bókhaldsþjónustu. Hún er menntuð í Iðnaðartæknifræði en segist fá fullt af hugmyndum daglega um hvað hún eigi að verða þegar hún verður stór. Áhugamál Báru eru heimili og hönnun, crossfit, matur og ferðalög. 

Ásta Hlín Magnúsdóttir

Almannatengill

Ásta Hlín er stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur með diplómagráðu í kynjafræði. Hún er uppalin á Fáskrúðsfirði, búsett í Danmörku og með annan fótinn á Borgarfirði eystra. Ásta elskar kökur, femínisma og hunda í fötum. 

Eyþór Stefánsson

Gjaldkeri

Eyþór er með B.Sc í fjármálaverkfræði. Hann er skipstjóri og hreppsnefndarmaður á Borgarfirði eystri en er uppalinn á Jökuldal. Helstu áhugamál eru bridds, spilagaldrar, gítarglamur og Söngur um ís og eld.


Erla Dögg Grétarsdóttir

Meðstjórnandi

Erla Dögg Grétarsdóttir er ferðamálafræðingur og einstaklingsráðgjafi hjá Sjóvá á Egilsstöðum. Útivera er í miklu uppáhaldi hjá henni, hún elskar að prófa nýja hluti, fara í útilegur, ferðalög og gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldu og vinum.


Jón Vigfússon

Meðstjórnandi

Jón er rekstrarstjóri á Asks Taproom. Hann er frá Reyðarfirði en býr á Egilsstöðum. Jón hefur einstaka unun af því að rífa þvottavélar sem og önnur tæki í sundur en hann er einnig áhugamaður um ferðamannaiðnaðinn.


Varastjórn

Elí Þór Vídó

Elí er sölumaður fyrir Ölgerðina Egil Skallagrímsson um allt Austurland og er búsettur á Egilsstöðum. Hann er ættaður frá Vestmannaeyjum, en fæddur og uppalinn í Reykjavík. Elí elskar að halda matarboð og hefur mikinn áhuga á matreiðslu, útivist, stang- og skotveiði, köfun, lestri og ótal mörgu fleiru enda segist hann safna áhugamálum.


Margrét S. Árnadóttir

Margrét er verkefnastjóri hjá Austurför og Þjónustusamfélaginu, samtökum þjónustufyrirtækja á Egilsstöðum. Hún er uppalin á Reyðarfirði og búsett á Egilstöðum. Nýjasta áhugamál Margrétar er flokkun sorps en að auki er hún áhugamanneskja um heilbrigðan lífstíl, útiveru og hreyfingu.


Friðrik Bjartur Magnússon

Friðrik Bjartur er heimspekimenntaður og vinnur sem yfirbruggari hjá Austra Brugghúsi, rekur Ask Taproom og Pizzeria og kennir börnum og unglingum golf á sumrin fyrir Golfklúbb Fljótsdalshéraðs. Hann er frá Flateyri og Reyðarfirði en er búsettur á Egilsstöðum. Áhugamálin eru golf, heimspeki, pílukast en aðallega bjór.


Dagur Skírnir Óðinsson

Dagur Skírnir er félags- og almannatengslafræðingur með kennsluréttindi. Hann starfar sem framhaldskólakennari á Egilsstöðum en er uppalinn á Borgarfirði, í Reykjavík og á Egilsstöðum. Dagur hefur áhuga á fjölbreyttum samfélagsmálum, stjórnmálum, fótbolta, bíomyndum og crossfit.


Fanney Björk Friðriksdóttir

Fanney Björk er verkstjóri hjá HB Granda á Vopnafirði. Hún er sjávarútvegsfræðingur að mennt og hefur gaman að hverskyns ferðalögum og blaki. Hún er mikil áhugamanneskja um matargerð og mat, sérstaklega snakk og camenbert samt. 


Valgeir Sveinn Eyþórsson


Einar Bjarni Hermannsson


Miðstjórn

Einnig er um 50 manna miðstjórn í félaginu.

Lesa meira

Fleiri greinar...

Fylgdu okkur

Ungt Austurland | kt. 460117-0380 | This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.