Samþykktir

Samþykktir – Ungt Austurland

1.gr.

Félagið heitir Ungt Austurland, heimili þess og varnarþing er á Borgarfirði eystra. Starfssvæði félagsins er Austurland, frá Vopnafirði að Djúpavogi.

 1. gr.

Tilgangur félagsins er að gera Austurland að vænlegum búsetukosti fyrir ungt fólk. Markmið félagsins eru:

 1. a) Að styrkja tengslanet ungs fólks á Austurlandi.
 2. b) Auðga umræðu um byggðaþróun á Austurlandi.
 3. c) Vera öflugur málsvari ungs fólks á Austurlandi.
 1. gr.

Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að:

 1. a) Standa fyrir ráðstefnum og samkomum fyrir félaga.
 2. b) Vera vettvangur umræðu um framtíð Austurlands.
 3. c) Styðja ungt fólk á Austurlandi til áhrifa.
 4. d) Sinna öðru sem samrýmist markmiðum félagsins.
 1. gr.

Félagið er frjáls félagasamtök einstaklinga á aldrinum 18 - 40 ára. Allir á aldursbilinu geta gerst félagar og fellur aðild að félaginu úr gildi á 40 ára afmælisdegi félagsmans.

 1. gr.

Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs. 

 1. gr.

Félagsmenn sem skráðir eru í félagið viku fyrir aðalfund hafa atkvæðisrétt á aðalfundi, aðrir hafa málfrelsi og tillögurétt. Einfaldur meirihluti greiddra atkvæða ræður úrslitum mála.

 

 1. gr.

Aðalfund skal halda á tímabilinu 15. mars – 30. apríl ár hvert og skal boða til hans með minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti ss. með auglýsingu á samfélagsmiðli eða í útbreiddum miðli á starfssvæði félagsins. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
 2. Skýrsla stjórnar lögð fram
 3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
 4. Lagabreytingar
 5. Ákvörðun félagsgjalds
 6. Kosning stjórnar og varastjórnar
 7. Önnur mál

8.gr.

Stjórn félagsins skipa 7 aðalmenn, formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari, almannatengill og tveir meðstjórnendur. Skal hún kosin á aðalfundi til eins árs í senn þannig að kosnir séu 7 aðalmenn en stjórnin skiptir með sér embættum á fyrsta stjórnarfundi sem haldinn er eftir aðalfund félagins. Á aðalfundi skulu einnig kosnir 7 varamenn í stjórn.

Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar til funda, stjórn skal funda reglulega. 

Kjörgengir til stjórnar eru félagsmenn með atkvæðisrétt á aðalfundi.

 1. gr.

Ákvörðun um félagsgjald komandi starfsárs skal tekin á aðalfundi, félagsgjöld skulu innheimt árlega. Heimilt er að ákveða 0 krónu félagsgjald.

 1. gr.

Rekstrarafgangi af starfsemi félagsins skal varið í samræmi við tilgang félagsins.

 1. gr.

Ákvörðun um slit félagsins má aðeins taka á aðalfundi með samþykki  2/3 hluta greiddra atkvæða, enda hafi komið fram í fundarboði að tillaga um að leggja félagið niður verði til afgreiðslu á fundinum. Renna þá eignir félagsins til samfélagsmála sem efla ungt fólk á Austurlandi.

 1. gr.

Þar sem ákvæði samþykkta þessara segja ekki til um hvernig með skuli farið skal hlíta ákvæðum laga um frjáls félagasamtök, svo og öðrum lagaákvæðum er við geta átt.

Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi Ungs Austurlands

Dagsetning: 07. 12. 2016

(Breytingar gerðar á aðalfundi: 20. 04. 2019)

Fylgdu okkur

Ungt Austurland | kt. 460117-0380 | This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.