Undirbúnings- fundur á Borgarfirði 2016

Undanfari stofnunar Ungs Austurlands

 

Undirbúningsfundur fyrir Byggðaráðstefnu ungra Austfirðinga var haldinn á Borgarfirði eystra helgina 5.-6. Nóvember. Markmið fundarins var að móta ráðstefnu sem áætlað er að fram fari á vordögum 2017. Um 30 ungum Austfirðingum frá öllum byggðarkjörnum á starfssvæði SSA var boðið að taka þátt í fundinum.

Á fundinum voru tvö erindi. Sigrún Blöndal, formaður SSA hélt erindið „Komdu heim - eða ekki“ þar sem hún fjallaði um menntun og starfsmöguleika á Austurlandi í víðu samhengi og Ásta Hlín Magnúsdóttir, stjórnsýslufræðingur, hélt erindið „Austurland þarf konur - Hvað þurfa konur?“ þar sem hún fjallaði um kynjahalla og jafnréttismál.

Að erindum loknum var haldinn þjóðfundur þar sem rætt var um skipulag áætlaðar ráðstefnu, kosti og galla Austurlands og framtíðarsýn fyrir fjórðunginn. Hér á eftir eru settar fram greinagóðar niðurstöður þjóðfundarins en fyrst er stiklað á stóru um helstu niðurstöður fundarins.

Meðal málefna sem rædd voru á fundinum voru bættar vegasamgöngur og sátt í samgöngumálum á Austurlandi, mikilvægi flugsamgangna innanlands sem og út fyrir landssteinana, sjálfbærni og umhverfisvernd, deilihagkerfið, heilbrigðisþjónusta, húsnæðismál og nýsköpun.

Fundurinn var mjög dýnamískur og metnaðarfullur og var hans helsta niðurstaða að stofna skyldi félag, hagsmunasamtök ungs fólks á Austurlandi. Ungt Austurland!  Tilnefnd var bráðabirgðastjórn félagsins sem mun sjá um að undirbúa formlega stofnun þess; Ásta Hlín Magnúsdóttir (formaður), Hákon Hildibrand, Margrét Árnadóttir, Gunnar Gunnarsson, Sigurður Borgar Arnaldsson.

Aðalfundur

Fylgdu okkur

Ungt Austurland | kt. 460117-0380 | This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.