Félagið Ungt Austurland stendur fyrir náms- og atvinnulífssýningunni Að heiman og heim kl. 11:00-17:00 þann 1.september 2018 á Egilsstöðum. Aðal styrktaraðili sýningarinnar er Samband sveitarfélaga á Austurlandi og er verkefnið er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Austurlands.
Markmið sýningarinnar er að kynna fyrir ungu fólki, sem er að hefja eða ljúka námi, fjölbreytt og spennandi framtíðartækifæri á Austurlandi. Meðfram sýningunni verða fyrirlestrar um tengd málefni.
Ef þú ert ekki viss hvað þú ætlar að verða þegar þú verður stór þá er sýningin eitthvað fyrir þig. Þar getur þú kynnt þér starfs og framatækifæri á Austurlandi, námstækifæri innan sem utan fjórðungs og fengið ráðleggingar um hvernig er best að ná starfstengdum markmiðum sínum.
Þá er sýningin frábært tækifæri fyrir fyrirtæki og stofnanir til að kynna fjölbreytta starfsemi fyrir mannauði framtíðarinnar.
Endilega vertu með!
Nánari upplýsingar veita Bára Dögg í síma 8657080 eða Ásta Hlín í síma 8466218.
Fylgdu okkur
Ungt Austurland | kt. 460117-0380 | This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.