Stjórn Ungs Austurlands

Guðný Helga Grímsdóttir

Formaður

Guðný Helga er sveinn í húsgagnasmíði og með B.A.-gráðu í uppeldis og menntunarfræðum. Hún starfar sem kennari í Grunnskóla Reyðarfjarðar þar sem hún býr en upphaflega er hún úr Vesturbæ Reykjavíkur. Helstu áhugarmál eru smíðar, gæludýrin hennar, körfubolti, gott grín og náttúran.


Helgi Týr Tumason

Varaformaður

Helgi Týr starfar hjá Alcoa á Reyðarfirði, er uppalinn á Djúpavogi en býr á Egilsstöðum. Hann hefur mikinn áhuga á íþróttum og tónlist, og reynir að stunda bæði eins mikið og hann getur.

Bára Dögg Þórhallsdóttir

Ritari

Bára er frá Egilstöðum þar sem hún býr og starfar hjá Kaskó bókhaldsþjónustu. Hún er menntuð í Iðnaðartæknifræði en segist fá fullt af hugmyndum daglega um hvað hún eigi að verða þegar hún verður stór. Áhugamál Báru eru heimili og hönnun, crossfit, matur og ferðalög. 

Ásta Hlín Magnúsdóttir

Almannatengill

Ásta Hlín er stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur með diplómagráðu í kynjafræði. Hún er uppalin á Fáskrúðsfirði, búsett í Danmörku og með annan fótinn á Borgarfirði eystra. Ásta elskar kökur, femínisma og hunda í fötum. 

Eyþór Stefánsson

Gjaldkeri

Eyþór er með B.Sc í fjármálaverkfræði. Hann er skipstjóri og hreppsnefndarmaður á Borgarfirði eystri en er uppalinn á Jökuldal. Helstu áhugamál eru bridds, spilagaldrar, gítarglamur og Söngur um ís og eld.


Erla Dögg Grétarsdóttir

Meðstjórnandi

Erla Dögg Grétarsdóttir er ferðamálafræðingur og einstaklingsráðgjafi hjá Sjóvá á Egilsstöðum. Útivera er í miklu uppáhaldi hjá henni, hún elskar að prófa nýja hluti, fara í útilegur, ferðalög og gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldu og vinum.


Jón Vigfússon

Meðstjórnandi

Jón er rekstrarstjóri á Asks Taproom. Hann er frá Reyðarfirði en býr á Egilsstöðum. Jón hefur einstaka unun af því að rífa þvottavélar sem og önnur tæki í sundur en hann er einnig áhugamaður um ferðamannaiðnaðinn.


Varastjórn

Elí Þór Vídó

Elí er sölumaður fyrir Ölgerðina Egil Skallagrímsson um allt Austurland og er búsettur á Egilsstöðum. Hann er ættaður frá Vestmannaeyjum, en fæddur og uppalinn í Reykjavík. Elí elskar að halda matarboð og hefur mikinn áhuga á matreiðslu, útivist, stang- og skotveiði, köfun, lestri og ótal mörgu fleiru enda segist hann safna áhugamálum.


Margrét S. Árnadóttir

Margrét er verkefnastjóri hjá Austurför og Þjónustusamfélaginu, samtökum þjónustufyrirtækja á Egilsstöðum. Hún er uppalin á Reyðarfirði og búsett á Egilstöðum. Nýjasta áhugamál Margrétar er flokkun sorps en að auki er hún áhugamanneskja um heilbrigðan lífstíl, útiveru og hreyfingu.


Friðrik Bjartur Magnússon

Friðrik Bjartur er heimspekimenntaður og vinnur sem yfirbruggari hjá Austra Brugghúsi, rekur Ask Taproom og Pizzeria og kennir börnum og unglingum golf á sumrin fyrir Golfklúbb Fljótsdalshéraðs. Hann er frá Flateyri og Reyðarfirði en er búsettur á Egilsstöðum. Áhugamálin eru golf, heimspeki, pílukast en aðallega bjór.


Dagur Skírnir Óðinsson

Dagur Skírnir er félags- og almannatengslafræðingur með kennsluréttindi. Hann starfar sem framhaldskólakennari á Egilsstöðum en er uppalinn á Borgarfirði, í Reykjavík og á Egilsstöðum. Dagur hefur áhuga á fjölbreyttum samfélagsmálum, stjórnmálum, fótbolta, bíomyndum og crossfit.


Fanney Björk Friðriksdóttir

Fanney Björk er verkstjóri hjá HB Granda á Vopnafirði. Hún er sjávarútvegsfræðingur að mennt og hefur gaman að hverskyns ferðalögum og blaki. Hún er mikil áhugamanneskja um matargerð og mat, sérstaklega snakk og camenbert samt. 


Valgeir Sveinn Eyþórsson


Einar Bjarni Hermannsson


Miðstjórn

Einnig er um 50 manna miðstjórn í félaginu.

Fylgdu okkur

Ungt Austurland | kt. 460117-0380 | This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.